Sunnudagur, 15. júlí 2007
Komnar nokkrar myndir
Jæja þá er bóndinn loks búinn að mynda frúnna svo að nú getið þið farið að fylgjast með hvernig maður stækkar þessa dagana. Við lofum svo að setja inn bumbumyndir reglulega
Annars áttum við mjög góða helgi með Karin og Tobi keyrðum hér um og sýndum þeim meðal annars HIMMELBJERGET leist þeim mjög vel á kotið okkar og bæinn okkar.
Nú erum við að pakka í bílinn en það á að bruna af stað til Þýskalands í fyrramálið svo ætlum við nú bara að sjá hvernig veðrið verður og hversu lengi við verðum en við verðum allavegana 1x viku.
Þannig að þið fáið LAAANGA skýrslu eftir frí kveð að sinni Ragna
Athugasemdir
En gaman að sjá óléttumyndir
Hafið það voða gott í Þýskalandi..
Kossar og knús á línuna frá sólarlandinu ÍSLANDI
Ollý (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 15:22
Æji hvað þú ert mikil dúlla með þessa kúlu. Rosalega nett og falleg. Hafið það æði í þýskalandi. Knús Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 04:05
Hæ
takk fyrir föndursendinguna. Rosalega skemmtilegar myndir sem eiga eftir að koma sér vel í að gera krakkakort. Ég hef eiginlega bara átt myndir sem hennta í ungbarnakort en ekkert svona fyrir krakka. Ég er komin á fullt í föndrið aftur eftir fíið. Það var rosalega gaman á Spáni, við fórum í Port Aventura sem er stór skemmtigarður. Þar fórum við í fullt af rússibönum og öðrum tækjum og drukkum allt of mikið hvítvín og bjór. það var 30 stiga hiti allan tíman og sól. Ekki tók við síðra veður eftir að við komum heim. Hvað vantar þig nú í föndrið Ragna???
Ég er alltaf í einhverjum föndurbúðum ef þig vantar eitthvað
Kv Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.