Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Þá er komin miðvikudagur
Hææ öll sömul, við mæðgur brunuðum til Randers í gær þar sem við vorum búinn að fá bréf um að hún ætti að mæta í sérstakt "svedtest" til að athuga með einhvern spes sjúkdóm. Við hringdum nú á undan okkur til að vita hvort það væri ekki öruggt að það ætti að gera þetta test og JÚJÚ það átti að gera það. Svo mætum við þarna um 2 leitið og viti menn neinei EKKERT test bara blóðprufur sem hefði verið hægt að taka hér í Silkeborg VÁ hvað ég varð pirruð nú er ég semsagt búinn að keyra þarna uppeftir 2x í fýluferð útaf þessu testi ARRG ARRG
þetta tekur jú klukkutíma aðraleið að fara þarna uppeftir. Svo hringdi Kristinn á spítalann frekar pirraður og vildi að yfirlæknirinn myndi hafa samband við okkur og útskýra fyrir okkur hvað væri í gangi. Svo hringdi læknir í hann í morgun og sagði að þessar blóðprufur væru í staðinn fyrir testið (það var EKKI sagt í gær) og þeir væru farnir að hallast að því að hún hafi fengið sýkingu þarna í október og svo væri hún bara með þannig maga að hún losar sig fljótt við fæðuna. Við fáum svo bréf frá þeim þegar komið er úr öllum prufum og ef allar prufur eru OK þá á skilst mér ekki að gera meira.
Í dag erum við mæðgur svo bara búnar að vera að slaka á og njóta þess að vera í fríi hún er núna hjá Cecilie að leika. Ég fór líka í gegnum skápinn hjá henni og tók út það sem er of lítið fínt að vita hvað vantar ef maður fer nú til Þýskalands í næstu viku
Við erum að fara til ljósmóðurinnar á föstudaginn (fyrsta heimsókn) og fer Margrét með okkur , erum við voða spennt að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig hér í DK.
Svo fáum við heimsókn á Laugardaginn, en Karin (systir pabba) og Tobi maðurinn hennar ætla að kijka á okkur og gista 1 nótt það verður gaman að fá þau Svo er verið að stefna á tjaldútilegu í næstu viku og þá líklegast í Þýskalandi fer reyndar eftir veðurspá.
Jæja nóg af PÚSTI í bili bið að heilsa ykkur , og munið VIÐ ERUM MEÐ GESTABÓK Á SÍÐUNNI
Athugasemdir
Hæ hæ elskurnar :) Æji en glatad !!! thetta er alveg otrulegt. Eg bara a ekki til ord :(
Ætladi ad hringja i gær en sofnadi bara frekar snemma, daud thessa dagana. Heyri i ykkur i dag i stadin :)
Vå hvad verdur gaman fyrir ykkur ad fara til thyskalands i utileigu hehe, eine kleine ;)
Jæja verdum i bandi.Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.