Miðvikudagur, 9. ágúst 2006
Öllu kyppt í lag :0)
Já í dag er búið að kyppa mörgu í lag , dagurinn byrjaði á því að það kom hér meyndýraeyðir kl:7:45 en ég hringdi og pantaði einn slíkan í gær þar sem við höfum verið að herja stríð hér við silfurskottur ég hélt að ég hefði unnið stríðið þar sem við höfðum ekki séð þær í góðan tíma, en svo í fyrrakvöld sáum við þær útum ALLT hús og þá var ákveðið að láta eytra almennilega. Það er ekkert smá snögg þjónustan í þessu hér , ég bjóst við að þurfa að bíða kannski nokkra daga en nei ekki einu sinni 1 sólarhringsbið
sem hentaði okkur prýðilega þar sem við eigum von á gestum bæði þessa helgi og næstu helgi
Svo lá leið mín til kiropraktorsins og hann var ekki neitt rosa kátur með mig spurði mig afhverju ég væri ekki löngu búin að panta tíma, þetta væri bara bannað sérstaklega þegar fólk er með þessa tegund af gigt. En hann var nú samt mjög fínn við mig og tók mjög vel á móti mér, hann vill mynda hrygginn og hálsinn þar sem honum fannst ég óvenjustíf þrátt fyrir gigtina
en þeir eru með röntken þarna hjá sér svo ég fer í myndatöku við fyrsta tækifæri , ég á svo pantaðann nuddtíma á morgun.Þessi stífleiki er samt ekkert sem hann sagði mér að hafa einhverjar áhyggjur af, gætu verið bara óvenju bólgnar vöðva festur
En núna erum við mæðgur að bíða eftir kennaranum hennar, hún ætlar að koma í kaffi og spjall kl:15 og hlakkar Margréti mikið til þess, búnar að fara í bakaríið og alles
Jæja ætla að fara að hella uppá kaffi , kveðja Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.