Søndag 8/7

Jæja núna er kominn sunnudagur og við ekki búin að blogga lengi. Enda líka nóg að gera á heimilinu. Húsmóðirin er komin á fullt í skólanum og byrjuð að svitna yfir bókunum. En samt heppin því eftir viku af skólasetu þá er mín bara send í sumarfrí í 3vikur og það á launum. Ekki slæmt að vera nemi í danaveldi. Ég (kristinnn) er í sumarafleysingum hérna inní silkeborg þannig að þessa dagana er ekki langt í vinnu. Svo er það eftir næsta föstudag sem minn er farinn í frí. Við erum MJÖG óheppin með veður þessa dagana hérna er met rigning ofan í met rigningu. T.d var júní mánuður blautasti mánuður síðan mælingar hófust og Júli er ekki að byrja neitt betur. Það er engra breytinga vænst nema kannski sjáum við aðeins meira í sólina í byrjun vikunnar. 

Ég er búinn að vera hálf lasinn alla vikuna. þannig er mál með veksti að á Þriðjudagskveldið ákvað minn að nota "góða veðrið" (það var þurt) og fara aðeins útí garð og reyta arfa. Ekki tókst betur til heldur en svo að ég var hreinlega étin af skordýrum (muggi og moskito) og á miðvikudaginn var bitið á öklanum mínum orðið bólgið og hélt áfram að bólgna út. Ég fór á læknavaktina á miðvikudagskveldið og ekki er hún neitt betri heldur en það sem maður þekkir frá íslandi. En hann sagði mér samt að líklegast væri þetta ofnæmisviðbrögð og henti í mig 2töflum af alnok ofnæmistöflum og sagði mér að  bíða þetta bara afmér. Á fimmtudag eftir vinnu var öklinn svo orðin næstum 3faldur og mér hætt að lítast á blikuna en það er gott að mágkona mín er læknir og að sjálfsögðu hringdi maður í hana og lét róa kallinn. Í dag er þetta orðið gott og minn byrjaður að hakka í sig B1 vitamin sem á að vera gott til að halda þeim í burtu. (sjáum til)

Annars er Stína systir búin að vera hérna núna í 10 daga og við fórum í gær til Herning að verzla og í sund. Keyptum meðal annnars föndur fyrir Dögg og Buxur handa Stínu. Þær eru búnar að vera alveg hreint frábærlega duglegar að passa Möggu. Þær eru búnar að vera að æfa hana í að hjóla og er hún loks búin að ná tökum á græunni. Við vorum svo ánægð með stelpurnar að við ákváðum að gleðja þær með smá gjöfum svona sem þakklæti fyrir duglegheitin.

Jæja höfum þetta ekki lengra. erum að fara með stelpurnar í lestina.

Bestu kveðjur frá Kallinum på Albert Dams Vej. Og stelpunum hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband