Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Góður Þriðjudagur
Í morgun hjóluðum við mæðgur í frístundarheimilið, það gekk fínt fyrir utan að sú stutta er ekki alveg nógu dugleg að hjóla upp brekkur, hún bara fer af hjólinu og labbar en þetta gekk nú samt vel og við komumst á leiðarenda hehe. Ég var síðan enga stund á heim aftur (5 min) þetta er ekkert smá góð hreyfing, ég var búin að gleyma hvað það er gott og skemmtilegt að ferðast á milli staða á hjóli
Við erum ekki búin að vera nógu dugleg að hjóla í sumar, en núna þurfum við mæðgur að hjóla á hverjum degi, ég mun fara hjólandi í vinnuna eins og flestir danir gera.
Ég er loksins búinað panta mér tíma hjá kiropraktor en hér þarf maður fyrst að hitta einn slíkan áður en maður fær nuddara, ég er orðin frekar slæm í skrokknum enda ekki farið í nudd síðan í maí, og þegar maður er með gigt eins og ég má þetta ekki gerast, ég er bara búin að vera svo góð og þess vegna ekkert verið að drífa mig í nudd, svo hellist þetta yfir mann á einum degi en ég fer semsagt til kíropraktor á morgun og fæ þá nudd í framhaldi af því
Annars erum við farin að bíða spennt en á föstudaginn koma Svanhildur (systir mín) og Leonard unnusti hennar til okkar og ætla að vera hjá okkur fram á mánudag það verður æðislegt að fá þau og sýna þeim allt hér í kringum okkur, og bara eiga smá tíma með þeim.
Bið að heilsa í bili ,Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.