Mánudagur, 7. ágúst 2006
Rólegur mánudagur
Í dag er allt með kyrrum kjörum hér ílitla sæta kotinu okkar !! Reyndar heyna fína kotinu núna þar sem ég er svo mikil hésmóðir í mér er ég búin að þrífa og skrúbba húsið í dag ákvað að nýta daginn þar sem það er skýjað , það spáir nefnilega sól næstu daga
og þá ætla ég EKKI að þrífa hehe.
Margrét hjólaði í frístundina í morgun eins og herforingi hehe, ég ætlaði líka að hjóla en svo kom í ljós að það var sprungt á mínu svo ég hljóp á eftir herforingjanum á 2 jafnfljótum og labbaði svo heim (hljóp ekki) Það var stelpa sem beið eftir Margréti þegar hún kom og þær féllust í faðma eins og þær hefðu þekkst í 100 ár en ekki 1 viku haha. Margrét rak mig bara strax heim hún ætlaði sko út að leika með vinum sínum og ég gæti bara farið heim að þrífa eða eitthvað hehe alveg rosalegur harðstjóri þessi skotta
En þessi stelpa er hálf Áströlsk og talar ensku, á föstudaginn hélt hún að Margrét talaði ensku og talaði víst helling við hana á ensku og Margrét sagði bara jájá og dró hana með sér í leik hehe.
UUUUMMMMMMM Lambið var GEÐVEIKT í gær það er sko alsekki síðra en það íslenska UUUMMM
Nú er ég að bíða eftir feðgininum en Kristinn ætlar að sækja hana í dag.
Jæja vonandi hafið þið öll átt góða helgi, og komist heil og höldnu heim
knús knús Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.