Föstudagur, 4. ágúst 2006
Samantekt, svona nokkurskonar fyrir síðastliðið óræðið tímabil
Jæja, núna erum við búin að vera hérna í danaveldi í bráðum þrjá mánuði og allt er komið í þokkalegan vanagang. Ég er svona þokkalega kominn inní allt í vinnuni og skil orðið allltaf meir og meir þessa jósku sem allir í kringum mig eru að tala. Þetta er nú bara hreint hin skásta vinna og get ég ekki annað verið en sáttur með tilveruna.
Margrét er núna búinn með fyrstu vikuna í frístundaheimilinu. Hún kom okkur á óvart og það var eins og hún væri týnda stykkið í púsluspilið, það vel passaði hún inn í hópinn. Hún er að eignast nýjar vinkonur á hverjum degi og pedagoarnir ásamt pössunarpíunum eru alveg steinhissa hvað þetta reynist henni "skítlétt". Hún bara reynir að tala og ef hún er ekki skilin reynir hún aftur þar til það sem hún lætur frá sér fara skilst. Merkilegt er samt hvað hópstjórinn hennar skilur íslenskuna hennar og samskipti þeirra eru stórgóð á svona ís-dönsku. Svo er gaman hvað hún hefur frá miklu að segja og sennilega skiptir miklu máli hvað hún er jákvæð og opin fyrir þessu öllu saman.
Bangsi er enn að jafna sig eftir júlí mánuð. Það er erfitt að vera kolsvartur hundur í 30c og sól. Hann er samt duglegur að fela sig fyrir þeirri gulu og finnst afskaplega gott í skugganum. Honum þykir einnig rosalega vænt um brúna stólinn í stofunni og stundum það mikið að hann liggur í honum allan daginn til að enginn annar fá í hann sest.
Ragna er samt búin að vera lasin greyið, hún fékk þessa heyftarlegu tæmingu í gær og það í báðar áttir. Hún svaf svo fram til svona 2 og reyndi að losa sig við þennan "skít". Er á bata vegi.
Reyndar komst hún ekki inn í skólan útaf einhverjum tæknilegum og misskiljanlegum ástæðum. Hún er því kominn á fullt að lesa atvinnu auglýsingar. Greinilegt er samt að ekki verður erfitt að fá vinnu enda hörku kvendi á ferð og fær í flestan sjó.
Biðjum fyrir bestu kveðjum, Yfirgrillmeistarasnillingurinn í Dalsvingetinu og Reiprennandidönskumælandi dömurnar. Ásamt pöddusníkinum loðna.
Athugasemdir
Héðan af selfossi er líka allt gott að frétta. Verslunarmannahelginni verður eytt í pallasmíði. Í hellirigningu......., það rignir bara alveg svakalega. Strákarnir eru núna úti í pollagöllum að hæðamæla undirstöðurnar fyrir grindina. Ég var úti að festa dregara svokallaðann á húsið með múrborvél en tók mér pásu vegna veðurs. En okkur er boðið í mat og partý hjá vinkonu okkar sem er með bústað í Grímsnesinu í kvöld. Það verður fyrsta djamm sumarsins!!!
Kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.