Fimmtudagur, 28. júní 2007
Margrét er hressari :)
Já Margrét er mun hressari í dag hún er samt heima að hvíla sig því hún var svo rosalega slöpp í gær. Við fórum áðan í skólann og hún kvaddi kennarann sinn og gaf henni poka af ÞRISTUM NAMM NAMM
var kennarinn mjög ánægð með það og sagðist ætla að gæða sér á þessu í sumarfríinu.
Stína og Lilja koma á eftir og munum við sækja þær á lestarstöðina í Aarhus. Það verður gaman að fá þær skotturnar Margrét fer svo smá í skólann á morgun en þá eru skólaslit og ekki má nú missa af fyrstu skólaslitunum
Veðrið er strax betra sól en smá vindur. Svo á að vera rosa gott veður um helgina sérstaklega á sunnudaginn svo sá dagur verður nýttur vel utandyra . Það er JASS hátíð í bænum um helgina og munum við kikja á það kannski á laugardagskvöldið, það er rosa gaman á þessari hátíð (var líka í fyrra) mikið líf í bænum og mikið um að vera
En góða helgi segi ég bara snemma þessa helgina og ég læt ykkur vita hvernig fyrsti skóladagurinn minn verður bæbæ kveðja FAMILIEN
Athugasemdir
Þið eruð greinilega heppnari með veður í Silkeborg, því hér er bara eins og íslenskt sumar þessa dagana, alveg glatað. Svo er maður að heyra að það sé 22 stiga hiti í rvk....úff marr, maður hefði átt að monta sig minna áður en maður fór út af veðrinu hehe, sagði við alla að ég myndi sko hringja heim með ískaldan bjór úti í hitanum og mont mig, en það er bara búið að vera öfugt hehe. En það er ekki það, mér finnst frábært að það sé loksins gott veður heima á klakanum :)
Fanney (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 15:38
Einhverjir gleymdu að óska mér til hamingju með afmælið og er ekki sáttur...
annars Yarisinum var stolið fyrir utan búðina í gær og er enn ófundin
Oddur Bj. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.