Miðvikudagur, 2. ágúst 2006
Dagur 2 í Frístundarheimilinu !!!
Já í dag vaknaði skottan kl:6 og vildi fara að klæða sig og drífa sig að hitta krakkana við fengum hana nú til að kúra aðeins og svo fórum við uppí skóla kl:9:30, Margrét fór strax að leika við Nönnu sem er stelpa sem hún kynntist í gær og þær verða saman í bekk. Svo fór ég heim og hún ætlaði að vera ein í 2 tíma en þegar ég kom svo 2 tímum seinna var hún bara reið og sagðist sko ekki ætla að koma heim hún væri sko að leika sér og það væri sko "geggjað" gaman og ég mætti bara fara aftur heim og koma seinna að sækja hana, svo ég fór aftur heim og veit eiginlega ekki hvað ég á af mér að gera hehe ég er svo óvön því að vera ein heima að ég er bara eins og kjáni hehehe.
Ég spjallaði aðeins við hópstjórann hennar áðan og hann sagði að hún væri bara alsæl og væri bara búin að vera að leika með stelpunum úfffúfff þið trúið því ekki hvað það er mikill léttir fyrir okkur Kristinn að hún sé svona ánægð : 0) ég fer svo og sæki hana kl:3 en þá eru hin börnin líka að tínast heim og þá verður hún búin að drekka en það finnst henni spennandi því að það er alltaf bakað brauð handa þeim í kaffinu og á föstudögum er bökuð kaka svo það er eins gott fyrir mig að sækja hana ekki fyrir kaffi á föstudögum hehehe
Athugasemdir
Hæhæ
Loksins er ég búin að fá slóðina hjá Bjarney. Gaman að lesa bloggið ykkar:) Við erum búin að fá svar frá skólanum og Sigfús komst inn, þannig að við erum að flytja til Árósa. Gaman að vera í bandi þegar við komum út.
kveðjur
Bylgja DÖgg (www.blog.central.is/bylgjadogg)
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.