Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Skóla prinsessan í skýjunum !!!!!
Já að sjálfsögðu gekk þetta vel hjá Marfréti í dag ég ætlaði nú bara rétt að kíkja á þetta í dag en hún var svo ánægð að hitta krakka að hún var frá 9-15 já þetta var sko aldeilis gaman hjá henni að hitta loksins krakka. Hún er strax búin að eignast 2 vinkonur og önnur þeirra fer í sama bekk og hún svo það er sko ekki slæmt
Klukkan 1 máttu svo þeir sem vildu fara í salinn og við ákváðum að kíkja á það , Margrét hélt nátturlega að þetta væri svona salur eins og á leikskólanum en að sjálfsögðu var þetta leikfimishús, og hún gersamlega missti sig og var eins og beljurnar á vorin, í köðlunum, rimlunum, í boltaleik ofl. ofl. já þarna naut hún sín sko algerlega. Ég mátti nú ekki fara heim í dag , en samt vildi hún nú ekki heldur hafa mig of nálægt sér heldur hehe, en svo á morgun vill hún sko fá að vera ein og í friði frá mér hehe sem er æðislegt. Ég er líka sjálf svo ánægð og svo miklu af mér létt að henni skuli lítast svona vel á þetta, og mér leist líka sjálfri rosalega vel á þetta allt saman, allt vel skipulagt, allt tilbúið fyrir hana, nema að hólfið var mergt Margrít en það var lagað strax
svo nú er bara að vona að hún verði áfram svona ánægð
jæja til hamingju með sólina sem lét loks sjá sig hjá ykkur, okkur tókst greynilega að senda ykkur smá sýnishorn hehe
Athugasemdir
Gott að þetta gekk svona vel hjá henni.
kveðjur frá Selfossi
Dögg og Grímur
Dögg (IP-tala skráð) 1.8.2006 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.