Góður mánudagur

Hæ öll sömul! í dag erum við mæðgur heima í rólegheitum að taka uppúr töskunum , þvo þvott og ganga frá því sem keypt var um helgina Hlæjandi  

Það rigndi vel í nótt svo það er mun betra loftið úti Glottandi allir sváfu vel við undirspilið frá dropunum en það er svo kósý hljóðið í þakgluggunum þegar það rignir.En núna er sú gula komin aftur. 

Prinsessan á bænum er orðin frekar spennt en á morgun fer hún í frístundarheimilið og hittir alla krakkana sem verða með henni í bekk. Ég ætla nú að vera með henni eitthvað á morgun, bara svona til öryggis Óákveðinn Hún er búin að raða í skólatöskuna alla vegana svona 20 sinnum (þetta þarf nú allt að vera í röð og reglu) hún er búin að ákveða hvaða fötin fyrir morgundaginn og allt er klappað og klárt hehe... þetta er nú ekkert smá stórt skref fyrir litlu-stóru snúlluna mína . 

Á eftir förum við svo í búðina að kaupa fyrir nestis pakkan, það þarf nú að vera hollt og gott nesti fyrir fallegar og góðar stelpur Koss svo verður farið snemma að sofa í kvöld...

Jæja við sendum ykkur stórt knús knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í skólanum á morgun Margrét Svanhildur. Ég bara veit að þetta á eftir að ganga fínt hjá þér.

Dögg (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband