Gott í Þýskalandi en ROSA gott að koma heim.

Jæja, familien komst alla leið til Elmshorn í Deutchland og til baka aftur heil á húfi. Þetta er ekki nema svona 3tíma skreppitúr og lítið mál að keyra þetta enda hraðbraut mest alla leiðina. Maður liggur á svona 130-140. Við vorum kominn um kl 19:00 til Elmshorn á föstudaginn og ég er orðinn svaka góður í að finna húsið þeirra núna keyrðum við beint á ská til þeirra, ekki mikill krókur. Að sjálfsögðu var tekið vel á móti okkur og við fengum grill og svoleiðis. Rosa fínt, sátum svo úti fram á kvöld og ekillinn fékk sér aðeins öl. Ullandi

Fyrsta nóttin var ekki alveg eftir bókinni, Margrét greyið fékk aðeins gubbupest og ældi yfir allt gólfið og útá svalir. En þetta var búið næsta morgunn. Því var arkað af stað  í miðbæinn og ætlunin var að kaupa skólafatnað handa "skvísunni" sem er að byrja í skóla. Tókst okkur að verzla einn stóran poka af fötum handa henni og Mamman fékk einn lítin poka fyrir sig. (Hún má nú ekki líta illa út þegar hún hittir hina PABBANA í skólanum!)Koss

Svo fór Karin með Margréti heim og við Ragna fengum að arka og spekulera í hlutunum í friði. Svo á leiðinni heim í Florapromenade fann Ég Byggingarvöruverzlun og LOKS keypti ég draumagrillið á pallin og þið fáið að sjá það nánar þegar það er tilbúið  á pallinum og búið að kveikja upp þá lofa ég að setja myndir inná síðuna af gripnum. En ég tel mig hafa gert kostakaup í þessu eintaki af grilli og mun það líklega endast mér um langan aldur.

Svo í Dag Sunnudag var slakað á úti í garði hjá Karin og Tobi, við vorum nú aðalega að kíkja eftir rigningarskýjum en þau eru víst einhversstaðar annarsstaðar núna? (veit einhver hvar?????).

Við brunuðum svo heim á met tíma og ég komst að því að bíllinn kemst áfram. Engin traffík og því komið heim á mettíma. 

Skila Kveðju til allra.

Fjölskyldufaðirinn í Dalsvingetinu sem á flottasta grillið í DK.

SvalurKossUllandiBrosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim aftur!!!!

Dögg og Grímur (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 20:47

2 identicon

ég veit hvar rigningarskýin eru, hérna á Íslandi, en þá víst að hitna alveg rosalega hérna á næstu dögum

oddur Bj. (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband