Sunnudagur, 17. júní 2007
HÆHÓJIBBÍJEI..................................................
Góðann daginn og gleðilegan þjóðhátíðardag
Við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar og munum við að sjálfsög'u vera dugleg að leifa ykkur að fylgjast með gangi mála. Heilsan er nú öll að koma held ég en ég er mjög misjöfn milli daga en þetta kemur allt saman. Maginn er farin að kúlumyndast smá og buxurnar farnar að þrengja að Við ætlum að reyna að skanna inn sónarmyndirnar og setja hér inn. Þær eru reyndar ekki mjög skýrar þar sem krílið var eitthvað feimið við þessa truflun og var ekkert að sýna sig of mikið
en það er nú samt hægt að sjá andlit ,hendur og fætur
Við fórum í GILLVEISLU hér í götunni í gær en það er alltaf svona einu sinni á ári. Mæting var kl:16 og var þá farið í leiki og svo var Grillað og allir komu með meðlæti sem var sett á sameiginlegt borð svo var sungið og spjallað allir komu síðan með desert og var sannkallað kökuhlaðborð í eftirrétt við komum fyrst heim kl:24 og var þetta fínasta skemmtun fyrir alla Margrét kynntist krökkunum í götunni betur og við þeim fullorðnu
Við ætlum svo að slaka á í dag og dúllast heima fyrir. Vonandi skemmtið þið ykkur í bænum í mannfjöldanum kær kveðja FAMILIEN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.