Föstudagur, 28. júlí 2006
MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ TRALLALLALLA ÓÓ................
Já ég var rosalega glöð þegar ég vaknaði í morgun og heyrði í RYGNINGU JEIJEIJEI, aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi nokkurn tímann fagna dropunum svona rosalega, en það er akki annað hægt þegar það hefur ekki ringt svo viku skiptir og allt orðið skráfa þurrt. En þegar ég kom svo fram var rigningin BÚIN þetta var þá bara smá sýnishorn vonandi kemur meira á eftir.
Við kíktum aðeins í bæinn í gærkvöldi en það var svokallað "LATE NIGHT" það er einu sinni í mánuði eða svo, þá er allt opið til 23 og allt morandi í tilboðum, við keyptum nú ekki mikið bara eitt handa Margréti en í bænum var líka hjólakeppni, bærinn var fullur af fólki að fylgjast með þessari keppni, maður bara komst ekkert áfram fyrir fólki svo við stoppuðum stutt við.
En í dag ætlum við mæðgur aðeins að pakka í töskur við ætlum nefnilega að fara til Karin og Tobi(systir pabba) í þýskalandi og ætlum við að vera þar yfir helgina, það verður gaman að hitta þau við ætlum að bruna af stað um leið og Kristinn kemur heim eða kl: 15:00 já það er gott að hafa þetta nákvæmt hehe
En þið fáið nánari fréttir af fyrsta skreppnum til Þýskalands á mánudaginn
Vonandi eigið þið öll eftir að eiga góða helgi
kveðja frá öllum í Dalsvinget 54
Athugasemdir
Góða ferð og hafið það gott um helgina í Þýskalandi
Kveðja Grímur og Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.