Fimmtudagur, 27. júlí 2006
Rólegur dagur í hitanum
Já í dag ætlum við að slaka á í sólinni á pallinum heima, of heitt til að gera nokkurn skapaðan hlut , strax komin 30c hiti kl: 12 á hádegi úffúff. Ég finn til með Krissa mínum í vinnunni að þurfa að vinna í þessum hita ég rétt get þvegið þvott og sest og bloggað hahaha.
Í gær var okkar heitasti stranddagur við gátum ekki einu sinni legið kjurr í 5 mín, það var GOTT að geta díft tásunum í volgt vatnið til kælingar, Margréti fannst þetta mjög fínt var líka bara í vatninu hehe hún kann sko vel að meta þetta strandlíf er sko alveg í essinu sínu þar skvísan...kemur svo reglulega og sprautar á mömmu sína með vatnsbyssunni sinni sem er nú bara yndislega gott á degi eins og í gær aahhhhh
nú er motto dagsins að DREKKA VATN já í þessum hita verður maður að muna eftir því , því ekki er mikil matarlist nema kannski í ávexti og ferkst sallat, sko ekki mikið um eldamennsku þessa dagana vegna lystarleysis hjá heimilisfólkinu hehe
Jæja við vonum að við náum að senda nokkra sólargeisla heim til ykkar, við reynum sko það verðið að trúa okkur
knús frá okkur til ykkar ( vonandi nær það að ylja ykkur eitthvað) hehehehehhíhí
Athugasemdir
Hvað segir Bangsi um allan þennan hita? Af okkur er allt gott að frétta. Hér eru allir duglegir að vinna, Grímur í bankanum, Stína í pössuninni og ég á heilsugæslunni. Vorum að klára kvöldmatinn og er Stína að kúra sig fyrir framan sjónvarpið, er eitthvað lasin greyið. Við sendum voða góðar kveðjur og öfundum ykkur rosalega mikið af góða verðinu, kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.