KOMIÐ AÐ FRÉTTUM :)

Jæja þá finnst okkur kominn timi á að segja ykkur fréttir Wink en þannig er að okkar fjölskylda mun stækka um 1 um næstu jól.Já þið lásuð rétt við eigum von á litlu kríli og er áætlaður komutími 24 desember flott dagsetning Grin við vorum í sónar í morgun og lítur allt vel út barnið er núna heilir 5 cm og spriklaði það vel fyrir okkur Grin við sóttum svo Margréti snemma í skólann og sögðum henni fréttirnar og að sjálfsögðu er skvísan í skýjunum W00t hún var fyrst hissa og leit á magann á mér og svo varð hún hálf klökk greyið HI HI. Nú á svo bara að slaka á í dag og njóta dagsins. Ég stefni þó enn á að byrja í skólanum og taka svo bara fæðingarorlof frá skólanum. 

Jæja varð nú bara að deila þessum gleðifréttum með ykkur þar sem ég er komin rúma 3 mánuði og er búið að vera erfitt að þegja HIHI ég er nú búin að vera mun slappari heldur enn með Margréti en heilsan er að koma aftur nú er bara að njóta þess að vera GRAVID og þess sem fylgir því Grin bæjó í bili fjölskyldan sem er að fara að stækka Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá bara innilega til hamingju með kúlukrílið. þetta voru ánægjulegar fréttir. bara einn koss á familíuna.

Kveðja Badda

Badda og Haukur (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:50

2 identicon

Innilega til hamingju með bumbukrílið!  

Harpa (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:41

3 identicon

Til lukku! Kveðja frá okkur öllum í sveitinni.

Agla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:16

4 identicon

Frábærar fréttir, innilega til hamingju með litla krílið. Vonandi á meðgangan eftir að verða góð.  Bestu kveðjur frá Gvendargeisla 8, Auðunn, Gerður og Oliver Nói.    

Ps. Skotta biður að heilsa Bangsa.

Auðunn,Gerður og Oliver Nói (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 16:36

5 identicon

það verður svooo gaman að sjá þetta litla kríli, ég fékk bara gæsahúð niður í tær og tár í augun þegar ég heyrði þig segja frá viðbrögðum Margrétar. Þið eigið þetta svo innilega skilið, það verður yndislegt að fylgjast með kúlunni stækka. Þið munið að vera ófeimin að senda snúlluna til okkar ef þörf er á hvíld :) eða bara hvenær sem er. Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:37

6 identicon

Til hamingju með þetta öll sömul.  Gott að heyra að allt gekk vel í sónar.   Nú verður það bara sannkallað jólabarn.

Dögg (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:27

7 identicon

Jeeij

Kristín Karólína bjarnad. (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 19:21

8 identicon

Til hamingju með stækkuninna.

kv. Sondy

Sondy Johansen (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband