Miðvikudagur, 26. júlí 2006
Hæ hæ öll sömul
Í dag þurfum við mæðgur aðeins að útréttast í bænum, og svo á að fara á ströndina eftir vinnu hjá húsbóndanum, en í dag er enn einn heitidagurinn og þá er gott að fara á ströndina og busla svolítið.
Í fréttunum í gær var talað um að þessi mánuður er heitasti júlímánuður "ever" hér í danaveldi, hitinn á baðvötnunum er á bilinu 19c til 24c svo það er ekki slæmt að heimsækja strendurnar núna, í dag er líka 25 baðdagurinn í röð, en það er talað um baðdaga þegar hægt er að fara á ströndina, svo að við höfum aldeilis valið okkur sumarið til að flytja hingað út. Það spáir nú skúrum á föstudag og vonast allir til að það rætist, en þeir gátu ekki einu sinni spáð almennilegri rigningu svo maður veit ekki hversu mikil væta verður úr þessu en vonandi einhver
þar sem allt er orðið hættulega þurrt hér hjá okkur.
Jæja nóg komið af blaðri um veðrið.....
Núna ætti að vera auðveldara fyrir ykkur að skrifa í gestabókina þar sem við vorum aðeins að laga hana, svo endilega reynið að kvitta...
Bless í bili, Ragna
Athugasemdir
Hæhæ..
Mig langar að fara í svona safaríferð þegar við komum, sýndist vera mjög gaman og á makkarann á eftir...hehehehe. Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá ykkur. Það verður nú voða gaman fyrir Margréti að byrja á frístundarheimilinu, en þanga til næst..Kveðja frá okkur öllum.......Ollý,Haukur og Birta Huld :O)
Ollý Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.