Mánudagur, 11. júní 2007
GÓÐ HELGI :)
Jæja þá er búið að víja tjaldið og var bara þrusufínt að sofa í því við vorum í góðu yfirlæti hjá Fanney og krökkunum í Ringsted í 28c og sól alla helgina. Sátum úti langt fram á kvöld og spjölluðum um heima og geima og Margrét og Perla léku sér alla helgina mjög vel saman og Perla svaf hjá okkur í tjaldinu báðar næturnar. Svo á sunnudaginn brunuðum við Kristinn á Kastrup og náðum í Jóhönnu vorum svo í afslöppun hjá Fanney fram til hálf sjö um kveldið þar sem hitinn var 30c og var ekki hægt að keyra heim vegna hita.
Í dag fór hitinn í 33c og heiðskýrt, við fórum með Margréti til læknis í Randers og var tekin sú ákvörðun að hún fer í speglun það voru teknar blóðprufur í dag og við fáum svo bréf frá lækninum og fáum að vita með framhaldið. Loksins fengum við að spjalla við yfirlækninn og var hún alveg sammála okkur að það þarf að fara að gera eitthvað í þessu.
Við Jóhanna ætlum svo á búðarráp á morgun en hitinn á ekki að vera NEMA 25 -28 á morgun nú sofa allir hér bara með lök sem sæng enda ekki annað hægt
Jóhanna er nú alveg að höndla hitann þokkalega vel en þyggur með þökkum KALDA sturtu HIHI
Jæja nóg að fréttum í bili bið að heilsa kær kveðja úr hitanum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.