Þriðjudagur, 25. júlí 2006
Rólegur Þriðjudagur
Já í dag erum við mæðgur bara heimavið að taka því rólega í sólinni Samt búnar að þrífa og gera fínt hjá okkur í litla húsinu okkar. En hitabylgjunni á ekkert að linna á næstunni svo ég dreif mig í að þrífa í morgun áður en það varð of heitt til þess.
Margrét fór að hágráta á Kastruup í gær þegar Perla var farin en líðanin er betri í dag
við þurfum bara að vera duglegri að leifa henni að heyra í vinkonum sínum, svo að hún finni ekki fyrir eins mikilum söknuði til þeirra. Við heyrðum í Fanney í gær og Perla er alveg í skýjunum með dvölina hjá okkur
enda kannski ekki við öðru að búast hehehehe.
Nú er ekki nema vika þar til Frístundarheimilið byrjar hjá skottunni og vonum við að henni eigi eftir að líða sem best þar og í skólanum, ég veit að hún verður fljót að komast inní þetta allt saman hún er svo dugleg þessi elska
Bið að heilsa Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.