Fimmtudagur, 7. júní 2007
Hún er 29 í fyrsta skipti !
Góðan daginn, og til hamingju með afmælið elsku konan mín. Já það er rétt konan mín hún Ragna er orðin 29 í dag í fyrsta skipti.
(verður líklega 29 næstu 3-5 afmælisdaga) Ég er heima núna var í blóðprufum hjá lækninum í morgun. Bara svona í almennri ransókn, maður verður að láta kíkja á sig svona öðru hvoru eins og maður fer með bílinn í skoðun reglulega. Talandi um það fór ég með dísel kaggan í skoðun í gær. Að sjálfsögðu rann hann í gegn eins og ekkert væri og Það athugasemdalaust. Vonandi verður það sama með mig, á heldur ekki von á öðru
. Svo fór kallin og keypti afmælisgjöf fyrir frúnna og blomster
. Hún beið svo spennt eftir að ég kæmi heim enda er hún eins og þegar opna á pakkana á jólunum þegar kemur að afmælisdeginum. Ég er svo að fara á kvöldvakt en ég veit ekki hversu auðvelt það er þar sem hitinn er þegar skriðinn yfir 26c og glampandi sól. Enda er það svo að íslendingar eru ekki skapaðir fyrir langvarandi hita og sól. Svona á það svo að vera um helgina og alveg fram í næstu viku. 25-27c og sól með léttum andvara til að kæla sig 3-5m/sek.
Eins og Ragna hefur fyrr sagt hérna ætlum við að bruna til Sjælland/Ringsted um helgina og heimsækja nýju danabúana. Þannig að við komum til með að njóta helgarinnar og vona lesandi góður að þú komir til með að gera slíkt hið sama jafnvel þó að hitinn verði ekki hin sami hjá þér.
Hafið það gott og bestu kveðjur frá fyrirmyndareiginmanninum í Albert Dams Vej 25.
Kristinn.
Athugasemdir
Það er aldeilis glæsilegur árangur hjá frúnni og megi hún halda áfram að eignast afmæli sem oftast, aldrei að vita nema hún nái manni þá fyrir rest en ég mundi ekki veðja á það. Til hamingju með afmælið Ragna mín, bestu kveðjur frá Árósum og Reykjavík og njótið blíðunnar eins og ég ætla að gera hérna megin heiðar.
Sigfús Örn, Bylgja Dögg og Rakel Talía.
Sigfús Örn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:47
Kveðja Badda
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.