Heilsað uppá Ljónin

Í Dag skruppum við í Dýragarð með svona Safari sniði. Maður getur bæði labbað og keyrt um garðin og skoðað dýrin. Við sáum margskonar dýr, svo vorum við svo heppin að við lentum á matartíma hjá mörgum dýrana og fengum meðalannars að gefa sjálf Kameldýrunum. Stelpunum fannst það allveg í lagi. Við horfðum á úlfana fá matinn sinn og hann var ekki að verri endanum. Þeir fengu kjúlla og 1stk nýdauðan kálf. Þeir hreinlega rifu í sig matinn. Sáum Górillur fá epli, löbbuðum meðal apa, og sáum nashyrninga slást um epli. Svo var keyrt inní ljónabúr og voru ljónin öll frekar róleg og lágu í makindum í góða veðrinu. Sáum að þau hefðu fengið Kú eða naut í dag. Voru enn að slíta hana í sig.

Svo fórum við heim eftir góðan dag og fengu stelpurnar að velja kvöldmat. Það var samhljóða öskrað MacDonalds og þar við sat. Passa mig á því að reyna að við slöppum af á morgun og njóta dagsins.

Hilser fra familien Dalsvinget Silkeborg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband