HELLÚ HELLÚ !

Jæja nú er fyrsti gesturinn frá íslandi að fara að koma til okkar Smile en Jóhanna vinkona Rögnu hringdi í gærkvöldi og var þá að kaupa miða til Köben og hún kemur á sunnudaginn, já hún er sko ekki lengi að þessu stúlkan. Þar sem hún er í sumarfríi og orðin leið á rigningu,roki og kulda ákvað hún að skella sér í sólina til okkar Cool hlakkar okkur mikið til að fá hana og geta sýnt henni allt hér í kring. Við erum búin að ákveða að skella okkur til Ringsted á föstudaginn og ætlum að víja tjaldið í garðinum hjá Fanney og Ara svo pikkum við Jóhönnu upp á sunnudaginn á KASTRUP Wink SNIÐUGT EKKI SATT ? Tounge 

Margrét fór ofurspennt í skólann í morgun en þessa viku og næstu viku verða börnin úti í skólanum (ekkert inni) og þau áttu að koma með hvítan bol og eiga að breyta honum í yndíánabol, svo eiga þau að fræðast um yndíána og vera eins og yndíánar í þessa daga. Rosa sniðugt Grin Ég ætla að baka fyrirfram afmælisköku með kaffinu í dag þar sem Kristinn er á kvöldvakt á morgun Wink þá munum við mæðgur bara hafa kósýkvöld á morgun í tilefni dagsins Grin en jamm og jæja ætli ég láti þetta ekki duga í dag og munið að það er EKKI bannað að kvitta í gestó 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll...

Þar sem ég er nú alveg ÞEKKT fyrir að gleyma afmælinu þínu Ragna mín þá ætla ég bara að vera tímaleg í þessu núna..hehehe TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN : Hfðu það rosa gott og kossar og knús til ykkar allra. Heyri í ykkur við fyrsta tækifæri. 

Kveðja úr Grafarholtinu

Ollý (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 15:39

2 identicon

Góðar kveðjur frá Íslandi... og til hamingju með afmælið.  Það er ekkert gaman í rigningunni hér

Dögg (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband