Dagur fimm með Perlu Sóley

Jæja í dag er líka heitt en skíjað Skömmustulegur hitinn er samt 30c og mikill raki eða 50% sem er eiginlega óbærilegt maður situr bara inni og svitnar og svitnar. Í dag erum við bara heima og stelpurnar fá bara að njóta þess að vera saman og eru að dunda sér í herberginu hennar Margrétar. Kristinn fór í gær og keypti sér viftu til að hafa á borðinu sínu í vinnunni, svona ef að loftræstikerfið myndi bila aftur hehe.

En gærdagurinn var frekar erfiður hjá honum í vinnunni UllandiÓákveðinn Við elduðum okkur kjúklingabringur í gærkvöldi og fengum okkur ís og jarðarber í eftirrétt uummmmm rosa gott. Annars erum við bara að reyna að tóra í hitanum, en það er ótrúlegt hvað stelpurnar þola þetta vel, þær voru sko úti í garði að leika sér í gær úff úff, það lak af þeim svitinn en þær hvörtuðu sko ekki neitt Glottandi en ég var sko algerlega að leka niður, dreif mig svo bara í ískalda sturtu í gærkvöld og var líðanin aðeins betri eftir það, maður þarf að vera duglegur að drekka í þessum hita og held ég að ég hafi ekki staðið mig nógu vel þar í gær, en mun bæta úr því í dag heheHlæjandi

Jæja bið að heilsa í bili, og endilega skrifið í gestabókina Brosandi höfum frétt að það geti verið eitthvað erfitt að kvitta (smá vesen) en ekki gefast upp Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband