Þriðjudagur, 29. maí 2007
KOMIN MEÐ NETIÐ JIBBÍ :)
Já nú erum við loksins nettengd á ný hér á bænum þetta tók aðeins 3 mánuði fyrir TELE 2 en nú erum við glöð og kát á ný og getum verið í sambandi við umheiminn.
Ég (Ragna) er búinn að fá svar frá skólanum og hef fengið inngöngu í hann og byrja 2 júlí , en þá er svona kynningarvika held ég og svo er frí í 3 vikur og svo byrjar allt fyrir alvöru og hlakkar mig mikið til að byrja
Við áttum góða rólega helgi og vorum bara heima að dúllast Margrét fór í afmæli á Laugardaginn og eftir það kíktum við á Bylgju og Sigfús í Aarhus og var það mjög fínt eins og alltaf TAKK FYRIR OKKUR Margrét fékk svo stelpur í heimsókn bæði í gær og fyrradag og við hjónin vorum bara í afslöppun sem var mjög fínt. Við sóttum jú Bangsa á föstudagskvöldið og var hann alsæll að sjá okkur og gátum við séð að honum hefur sko ekki liðið illa meðan við vorum á Íslandi
pössunin gekk semsagt vonum framar og ætlaði Lisbet nú bara að halda honum og spurði hvað við vildum fá fyrir hann
en hann er jú ekki til sölu þessi prins
Jæja nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili , kveðja frá A D VEJ 25
Athugasemdir
Hæ öllsömul
Til hamingju Ragna að vera komin ínn í skólann. Allt gott að frétta héðan.
Kveðja Badda og Haukur
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.