Mánudagur, 17. júlí 2006
Leynigestur Margrétar Svanhildar
Já í gær fórum við til Kaupmannahafnar að ná í "pakka" eða það hélt Margrét allavegana, en málið er að þessi pakki var nú bara lifandi 6 ára vinkona Margrétar sem kom með flugi í fylgd frá íslandi. Við ákváðum að þegja alveg yfir þessu og koma henni algjörlega á óvart, enda var það þess virði, váá sú varð hissa. Þegar Perla Sóley kom labbandi sagði Ragna "jæja þarna er pakkinn okkar " og Margrét var alveg "neiieiii mamma þetta er Perla " já hún er pakkinn til þín, ha er hún pakkinn, "vááá" sagði hún og stökk svo á Perlu og faðmaði hana. Þær voru báðar svo glaðar.Svo sagði Margrét takk og að við foreldrar hennar værum bestu foreldrar í heimi
hún var svo göð. Perla ætlar að vera hjá okkur í 8 daga svo þetta verður æðislegt fyrir þær báðar. En Margrét er búin að vera frekar einmanna síðastliðnar vikur og hún Fanney er svo frábær að leyfa okkur að fá hana Perlu sína lánaða, ákvað þetta á föstudaginn, keypti miða og skvísan komin á sunnudeginum, Fanney mín þú ert "one of the kinde" takk æðislega fyrir að leyfa henni að koma við munum hugsa vel um hana.
Jæja þið að vita meira á morgun bæó
Athugasemdir
híhí, æðislegt að koma henni á óvart. Kysstu þær báðar frá mér, eg mun fylgjast vel með á netinu og svo hringi eg án efa mörgum sinnum líka, eg efast sko ekkert um það að hun hafi það gott, treysti ykkur 100 %, takk fyrir að bjóða henni:) þetta verður ógleymanlegt ævintýri fyri hana. Knús Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.