Laugardagur, 15. júlí 2006
Heitur laugardagur
Jæja nú er sko heitt hér í danaveldi 27c glampandi sól og engin gola Við kíktum aðeins í miðbæinn, en það er alltaf markaður og lifandi músik í bænum á laugardögum. Bærinn iðaði af lífi og við gátum keypt okkur sólhlíf í garðinn, svo nú er líft í garðinum
.
í Dag hittum við í fyrsta skipti svo íslendinga sem að búa hérna í bænum. Það eru hjón sem búa í hverfi rétt fyrir norðan bæinn. Hittum þau bara á ganginum í Netto (supermarkad). Vorum að spjalla heilmikið við þau og þetta virðist vera hið besta fólk. Á morgun verður síðan farið í smá bíltúr, þannig að við reynum að slappa af og njóta dagsins í dag.
Bestu kveðjur heim í rigninguna.
Familien Dalsvinget.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.