Föstudagur, 25. maí 2007
Fredag før Pinsevekend
Jæja núna erum við búin að vera heima síðan mánudagskvöld. Við lentum í Kastrup kl 21:30 og þar beið Jökull eftir okkur. Hann geymdi fyrir okkur bifreiðina það er nefnilega svo dýrt að kaupa bílastæði úti á velli. Þegar við komum út var 18c og mikill raki, þannig að við fengum hálfgert sjokk því að þegar við fórum um borð var 5c og slydda á Íslandi og þar er jú þurrara loftslag.
Við brunuðum svo beint heim enda ekki vandamál á þessum tíma dags, það er næstum enginn traffík. Ég (kristinn) mætti svo í vinnu kl 15:00 á þriðjudaginn þannig að fríið var bara búið og alvaran tekin við.
Við nutum tímans vel heima á Íslandi og gátum náð að heimsækja þó nokkra þó svo að ekki náðist að kíkja á alla þá sem við vildum. (Þið verðið bara þá næst).
Það á svo ekki að gera mikið um helgina, reyndar ætlum við að bruna til Lisbet og ná í Bangsa en hann er búinn að vera þar í góðu yfirlæti síðan 6mai. Margrét er víst boðin í afmæli á morgun en svo verður lífið tekið létt og slakað á annars um helgina.
Hafið það gott og bestu kveðjur frá DK.
Athugasemdir
Já er ekki við hæfi að maður segi velkomin að heiman úr snjónum og heim í mannsæmandi sól og hita:) Allt gott að frétta hérna megin heiðar. Vonandi höfðuð þið það bara ljúft samt í vetrinum, okkur sýndist það allavega af blogglestrinum.
Hilsen, Aarhusbanden
sigfús örn (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.