komið að "heimferð"

Jæja nú liggur leiðin aftur til DK í dag. Og erum við öll sátt við það Wink við erum búin að hafa það rosalega gott hér á Íslandinu í faðmi fjölskyldu og vina. Við vonumst svo til að fá netsamband áný í DK á morgun eða hinn og verðum þá í sambandi við umheiminn á ný Grin 

Fanney vinkona okkar ætlar að vera svo sæt að skutla okkur útá flugvöll í dag og svo er brottför um 16:00 þá yfirgefum við klakann í þetta sinn . Já ég segi klakann þar sem það snjóaði þegar við vöknuðum í morgun ÓTRÚLEGT Errm vonumst við nú til að það sé nú aðeins hlýrra heima í SILKEBORG Cool en það kemur bara í ljós.

Við þökkum rosalega fyrir öll matarboðin og skemmtileg kvöld og var þessi tími eiginlega alltof fljótur að líða en svona er þetta þegar maður er í fríi.

Jæja nú fer Fanney að renna í hlað. SJÁUMST SÍÐAR Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þið öll! Það var nú ansi gaman að hitta ykkur mæðgurnar á Geislabaugi. Við hjónin töluðum við hana Sigrúnu og er hún búin að finna frábæra íbúð í Vejle. Nú er semsagt allt að verða klárt fyrir flutningana okkar til DK.

Kær kveðja

Bergþóra

Bergþóra (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:57

2 identicon

Takk fyrir komuna

 Mikið var nú gaman að sjá ykkur öll.  Hlökkum til að hitta ykkur aftur í desember og vonandi fyrr nú þegar Iceland express er farið að fjúga til ykkar

Dögg (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband