slakað á eftir frí

Í gær var deginum eytt heimafyrir, þvo þvott og meiri þvott svona eins og gerist þegar maður kemur úr fríi. Allir voru frekar þreyttir en ánægðir með ferðina.

Margrét heldur áfram að tapa tönnunum en í hádeginu í gær reif hún eina úr setti hana á diskinn hjá mömmu sinni og sagði gjörðusvovel og hló svo dátt og pabba hennar fannst þetta mikið fyndið líka.Hehehehe mér fannst nú ekkert gyrnilegt að fá blóðuga tönn á diskinn minn Óákveðinn en svona eru nú þessi börn haha.

Við fengum svo íslenska matargesti en vinafólk okkar Haukur og Badda og börnin 3, eru í bændagistingu hér á jótlandi og komu til okkar í kvölmat. Það var mjög gaman að fá þau, og Margrét var himinlifandi að fá stelpu að leika við. 

Í dag fór svo húsbóndinn aftur til vinnu og við mæðgur verðum heima að þvo meiri þvott og slaka á í leiðinni.   Kanski aðeins að bæta á brúna litinn en dagurinn í dag virðist ætla að bjóða upp á það Svalur bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband