Farið í Frí, Part 3

7júlí, Vaknað eldsnemma (08:00) og keyrt eins og leið lá suður til skemmtigarðs sem heitir Walibi World. Þetta er rosalega stór garður með MIKIÐ af rússibönum og leiktækjum. Þarna er t.d Stærsti rússíbani í evrópu Goliath. Þetta er rússibani sem fer hátt, hratt og langt eða nær um 106km hraða. Ekki fór ég (Kristinn) í hann þar sem það var rúmlega klukkustundar bið í hann. Lét mér nægja tvo aðra sem eru ekki eins stórir en sammt rosalegir. Annar Hét Xpress, hann nær 90kmklst á 2.8sek og fer í 4ar lykkjur og hliðar upp og allt. Manni er skotið af stað með loftpressu, maður situr kjurr og alltí einu er maður á leiðinni beint upp. Hinn var ekki eins rosalegur en sammt fínn. Þar er maður dreginn upp brekku aftur á bak, upp í næstum lóðrétta stöðu. Honum er svo sleppt og maður fer í 2lykkjur á hvolfi og svo 3lykkjuna á hvolfi aftur. Upp brekku og svo er stoppað. Síðan er allt endurtekið nema núna afturábak. Maginn á mér var alveg lennnnngi að jafna sig. Ekki var farið í fleirri tæki eftir að húsbóndinn var búinn að láta hrista vel upp í sér. Náðum samt þar á undan að fara í fullt að tækjum og skemmta okkur mjög vel. Þetta var alveg þess virði þó svo að garðurinn var dýr. Kannski eini gallinn að Margrét var aðeins of ung fyrir flest tækinn (þetta er meira fyrir 10-12 og uppúr). Henni fannst nú samt mjög gaman og allir fóru ánægðir heim í hjólhýsi.

8júlí, Keyrsludagurinn mikli. Núna var ekið sem leið lá gegnum Holland, Þýskaland og upp til DK. Þetta reyndust vera 750km og það með hjólhýsi. Það þýddi að ekið var á um 90kmklst. Vorum á ferðinni með góðu stoppi í allt 10tíma.

Mikið var nú samt gott að komast heim, þetta var nú samt mjög gott frí.SvalurSvalurSvalurUllandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband