Farið í Frí, Part 2

SvalurSvalurSvalurSvalur

5júlí, Legið í sólbaði fram eftir degi, þar sem það var ennþá vel heitt og sólin skein. Fórum samt í bíltúr og litum á hafnarbæ sem heitir Lemmer. Kíktum aðeins á mannlífið og verzlanirnar sem bærinn bauð uppá. Þegar við komum til baka var aftur farið á ströndina og slappað af og Bangsi reyndi aftur við sjóinn og hélt núna að hann kynni að synda en þetta var bara busl og hopp þar sem hann náði í botn. (kannski lærir hann þetta seinna). Skelltum okkur í bað og þvoðum af okkur sjóin og reyndum að ná af okkkur þessu brúna en það gekk ekki eins vel því liturinn er víst kominn til að vera. Svalur Fórum svo út að borða á kósý litlu sveitaveitingarhúsi þar sem enginn talaði neitt annað en Hollensku eða Þýsku. Allir fengu samt það sem þeir pöntuðu og við urðum mett og glöð. Annars ótrúlegt hvað margir í Hollandi tala ensku eða skilja, Þjóðverjarnir gátu ekkert þannig að við töluðum ísl-ensku við þá. 

6júlí, Vaknað við úrhellisrigningu, héldum að við værum í útilegu á íslandi! Stytti fljótt upp og hitinn fór upp í 30c+ aftur og sólin baðaði okkur enn á ný. Ákváðum að kíkja á bæ sem heitir Sneek og rölt var göngugatan og það varð okkur greinilegt að Hollendingar eru ekki alveg með á nótunum í því sem heitir Tíska. Samt var að sjálfsögðu spreðað peningum (evrum) á Margréti. Hún fékk pils og eitthvað fleirra í búð sem Rögnu fynnst vera "rossssalega skemmtileg" (C&A).  Hún er víst næstum eins og H&M. Flúðum hitan í bænum og brunuðum aftur á tjaldstæðið og á ströndina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband