Sunnudagur, 9. júlí 2006
Farið í frí, Part 1
2júlí, Við lögðum af stað frá Silkeborg og stefnan sett á frí. Við ókum af stað með 1tonn í eftirdragi (hjólhýsi) og ferðin lá til Þýskalands. Samt var fyrsta nóttin í Aabenraa í DK. (nenntum ekki að keyra lengra).
3júlí, Lagt af stað eldsnemma (11) og keyrðum yfir grensan. Þegar við komum til þýskalands "féllu himnarnir" olíumælirinn hrapaði ansi hratt og "eitthvað" lak úr Toyotunni. Hringt var til Toyota Þýskalandi og fundið næsta verkstæði. En að sjálfsögðu fannst ekkert að bílnum (enda bilar Toyota ekki) Heldur var þetta hitinn og AC var að anda og skilaði út óþarfa vatni. Líka skiljanlegt þar sem það var um 29-31c hiti allan daginn. Svo norðan við Hamburg lentum við í 2klst, "STAU" (stopp eða hérumbil) var það ekki skemmtilegt en svona er það þegar allir ætla í sömu átt á sama tíma. Komumst loks á tjaldstæði vestan við Bremen.
4júlí, Lögðum í hann frá Bremen, nú lá leiðin til Hollands. Nánar til tekið til Hindeloopen sem er á Vestur-norður strönd Hollands, þarna í fyrðinum eða innsjónum eða hvað sem þetta er kallað. Nei ekki fékk íslendingurinn það sem hann pantaði, vegna fjórfætlingsins sem lá í coma í aftursætinu. Þennan dag var nefnilega 31-33c og ölllum var heitt. Þetta reddaðist samt allt því á tjaldstæði aðeins sunnar var tekið vel á móti okkur öllum 4. Ekki sakaði heldur að það var mikið ódýrara og færri gestir. Á þessu tjaldstæði var allt í sóma og við hliðina var baðströnd þar sem hægt var að fara í sjóinn og kæla sig og notuðu allir tækifærið, Bangsi líka, þó honum fannst þetta ekkert sniðugt fyrst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.