Sunnudagur 13maj

Sælt verði fólkiðWink. Við erum hérna í góðu yfirlæti á Brautarhóli og erum að jafna okkur eftir Brúðkaup ársins. Já í gær giftust Grímur (brósi) og Dögg, þetta var yndisleg athöfn í Skálholtskirkju og þar eftir var boðið til heljar veizlu að hótel Geysi. Grin Það voru um 130 veizlugestir og buðu brúðhjón vel bæði í mat og drykk. Verð að taka fram að okkur fannst brúðhjónin vera afskaplega fallegt par og nutu þau dagsins. Við fórum svo þegar leikar stóðu sem hæst á Brautarhól og gistum þar síðastliðna nótt. Svo brunuðum við til baka og fengum okkur morgun mat. í dag sunnudag erum við búin að slaka á hérna á brautarhóli ásamt því að við skruppum í Hveragerði og náðum í Margréti. Hún faðmaði Ömmu og Afa í sveitinni extra vel enda ekki séð þau í heilt ár. Hún var einnig mjög heppin því að Amma Gamla frá Vopnafirði (Margrét amma Kristins) er stödd hjá okkur hérna á Brautarhóli.

Jæja læt þetta duga í dag og fer að leggja mig. Við erum nefnilega búin að ákveða að vera dugleg að heimsækja fólk og munum sinna þeirri yðju að krafti meðan við erum stödd hérna á skerinu.

Bestu kveðjur úr sveita sælunni á Brautarhóli, Litla familien frá ADvej 25 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elskurnar :) gaman að vita að þið eruð að hafa það gott á klakanum :) ef þið hafið tíma að koma og sjá húsið þá væri það voða gaman :) en ég er sko fyrst til að skilja að þið hafið mikið að gera, þegar maður kemur í heimsókn á klakann þá er maður sko ekki í miklu fríi hehe :) En þið getið náð í okkur í síma 8223447 ef ykkur langar að koma :) Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband