Fredag 11maj

Já nú erum við komin HEIM til íslands. Við komum með flugi í gærkveldi (fimtudag), lentum kl 23:30 og vorum svolítið með skrítna tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Við erum nefnilega Heima en samt að heiman.FootinMouth Við brunuðum með Halla og Tótu til Rvk og fórum smá aukatúr svona til að skoða hvað er búið að byggja og hvaðer verið að byggja. Ótrúlegt hvað allt er öðruvísi en samt eins. Svo í dag var slakað á fyrir átök morgundagsins en kíktum samt aðeins á gömlu vinnustaðina okkar og ég (kristinn) spjallaði aðeins við nokkra kunningja þaðan og eyddi óvart öllum deginum þarna. Það er líka ekki skrítið þar sem það eru 360dagar síðan ég var á skerinu síðast. Á meðan fór Ragna og Margrét og heimsóttu Geislabaug. Þar eftir hittu þær svo Jóhönnu vinkonu hennar Rögnu og kíktu á kaffi hús. Margrét fékk loksins alvöru kleinuhring og þá var sko ekki nóg einn heldur 2stk.Blush

Á morgunn förum við í sveitinna og mætum kát og hress í brúðkaup og vonandi verður einhver öl til að skola niður og nóg að éta því ekki er manni annað bjóðandi.Smile

Ef þú lest þetta og uppgvötvar að við erum nærri þér og vilt heyra í okkur þá erum við með síman okkar með okkur og hann er 0045-6128-8855. (og við bítum ekki)Joyful

Kveðja Familien ADvej 25 sem er á faraldsfæti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband