Búið að vera góð helgi.

Það sem af er helgi erum við búin að fá góðan hita og mikla sól. við erum öll orðinn rauð eða brún. Það er búið að vera um og yfir 25c og yndislegt. Við fengum heimsókn á fimtudag. Maggý og Jói Matti komu með dóttur sína, Margrét fékk loksins leikfélaga. Við fórum svo í Djurssommerland á Föstudaginn, ég fékk óvænt auka frí á föstudaginn þannig að við drifum okkur bara af stað. Það var rosalega gaman og stelpurnar prófuðu flest þau tæki sem þær gátu. Svo var endað á vatnagarðshlutanum. þar var buslað og sullað þar til var lokað. Ókum sem leið lá til baka til Silkeborgar og fengum okkur að borða á Jensens Bofhus. Á laugardeginum ókum við svo niður á strönd hérna í Silkeborg. Flatmöguðum og böðuðum okkur fram eftir degi, svo fórum við í bátaferð niður Gudenaaen. Alla leið niður á Silkeborg So. 

Það var nú fínt að fá svona heimsókn og þeim fannst ekkert verra að vera hérna í þessum hita. Þau eru núna á leiðinni til Klaka frænda í Köben og fá rosalegt ferðaveður. hitinn er ekkert að lækka heldur bara á uppleið. núna kl 12:30 er hitinn orðinn 27c og rakinn er kominn í 50%. Við erum að fara að ná okkur í Hjólhýsi sem við erum búinn að leigja og svo liggur leiðinn til Hollands. (SvalurSvalurSvalur  Ullandi)

Biðjum að heilsa Familien Dalsvinget.

P.s. Bráðum fer ég bara að skrifa þetta á DönskuBrosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að ykkur gangi vel í Hollandi.Góða ferð og góða skemmtun.Allir biðja að heilsa og Hulda Rún var að skoða myndir og langaði til að hitta Margréti. Ég sagði að það yrði aðeins að bíða!!Kveðja Linda og Hulda Rún.

Linda (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband