Tirsdag 08maj

Góðan Daginn,

Við erum búin að hafa ágæta langa helgi. Það var frídagur hérna í DK síðastliðinn föstudag, svo að það var tekið til í aukaherberginu og hent dóti uppá loft í geymslu. Svo fórum við í fermingarveizlu til Sdr Hygum þar sem drengurinn hennar Lisbetar var fermdur. Þegar við mættum kl 12:15 (korteri of seint) þar borið fram matur, þriggja rétta. Milli rétta voru sungnir heimasmíðaðir heilla og lofsöngvar um fermingarbarnið (víst danskur siður) og kl 15:30 fengum við svo kaffi, súkkulaði og smákökur. Ekki fengum við faraleyfi fyrr en boðið var uppá “nattmad” fyrir brottför. Þannig í allt var þetta góður dagur með nægum veitingum og hugglegheitum.Smile

Svo er bara verið að pakka og gera sig kláran fyrir ÍSLAND. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur og Margrét vaknar á hverjum degi og telur niður fyrir brottför henni er farið að hlakka mikið til að hitta Ömmur, Afana og alla hinaGrin.Já þið megið bíða aðeins lengur eftir myndum þar sem ég hef bara netið í vinnunni og verð að láta það duga enn. 

Jæja sjáumst og hafið það gott Familien Albert Damsvej 25


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jájá hlakkar henni ekki til að hitta frænku sína nei nei en heyrðu við bara sjáumst þá um helgina hlakka súper mikið til elska ykkur

Kristín Karólíina Bjarna,,;*

Kristín Karólína bjarnad. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:19

2 identicon

Halló! Það er nú líka mikill spenningur á þessum bæ að fá Margréti heim (og líka ykkur)  Það er búið að láta allar stelpurnar í hverfinu vita svo það verður örugglega mótökunefnd.....hehehe

Hlakka til að sjá ykkur ÖLL....

Kveðja úr Grafarholti

Ollý & Birta Huld (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband