Þriðjudagur, 27. júní 2006
Hæ allir
Jæja nú rignir líka hjá okkur svo að ísland er ekki eina landið sem rignir á hahaha, en núna í dag og í gær er svona týpísk hitabylgju rigning en það er nú bara frískandi og gott fyrir gróðurinn
Í gær fór húsmóðirin í klippingu og litun og fannst henni það frekar ódýrt miðað við heima en þetta kostaði um 4000 islkr. Svo allir eru að verða fínir en bangsi fær sína hanteringu á morgun, það verða nú allir að vera fínir :0)
Allir eru kátir og hressir hér þrátt fyrir dropana en það lagast á morgun þá er spáð sól og hita aftur eins langt og spáin nær svo það lofar góðu í sumarfríinu okkar sem er í næstu viku
P.S. endilega reynið að muna að skrifa okkur línu í athugasemdir eða í gestabókina, það þarf ekki að vera langt :0)
Athugasemdir
Hæ
Héðan af Selfossi er allt gott að frétta. Rúnar og Grímur voru í kvöld á Frakkland - Spánn í Hannover og eru núna á leiðinni til baka til Berlínar. Það var bara mjög gaman hjá þeim og ætla þeir að djamma á morgun í Berlín.
Enn bólar ekkert á palli við húsið okkar en sögusagnir herma að byrjað verði að grafa fyrir honum á föstudag!!!
Ég bíð spennt, kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.