Góður Sunnudagur

Þetta er reyndar búinn að vera góð helgi. Við fórum og litum á lífið í bænum á föstudaginn. Það voru tjöld allstaðar og allstaðar var spilaður JAZZ. Hvort heldur í kirkjunum eða öldurhúsunum. Fullt af fólki var í bænum, gagngert til að koma á JAzz hátíðina. Við heyrðum líka þósvolítið af íslensku. 

Við fórum í Ikea (aftur) til að kaupa það sem ekki náðist að kaupa síðast. Núna kláruðum við skápin okkar þannig að fötin gátu farið á sinn stað (loksins úr kössum og töskum). Svo fórum við líka í Leikfangasupermarkað (Toys´r us) og þar gat Margrét fundið Kim Possible (gló magnaða) og var hún hin ánægðasta með valið. 

Í dag var svo bara slappað af enda hitinn orðinn þó svolítill hérna (28c) við erum nefnilea ekki svo heppin/óheppin að vera við ströndina og fá svalandi sjávargolu. Við örkuðum samt að arka upp í skólan hennar Margrétar og til baka. (erum að reyna að finna bestu leiðina)SvalurSvalurSvalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband