Mánudagur, 30. apríl 2007
Fin helgi
Já alveg hreint fín helgi hjá okkur öllum. Við fórum út að borða föstudagskvöld og Margrét fékk að velja staðinn, hún valdi Jensens Buffhus. Maturinn er alltaf jafn góður þarna og við vorum ánægð með útkomuna eins og áður.
Svo kom laugardagur og við vöknuðum snemma enda skvísan spennt fyrir deginum. Við fórum út og náðum okkur í hoppupúða sem við leigðum yfir daginn. Margrét var sko ekkert smá ánægð með það og hann vakti þvílíka lukku hjá stelpunum sem komu. Það var sko hoppað og skoppað allan daginn. Það komu allar stelpurnar í bekknum, ásamt 2nágrannastelpum. Við grilluðum pylsur og bökuðum kökur fyrir stelpurnar sem tóku vel til sín. Þegar þær voru svo farnar lögðum við Ragna okkur í sólinni og létum hana baka okkur aðeins eftir átök dagsins.
Í gær var svo slakað á að mestu fyrir utan að við tókum aðeins til á bak við hús og hreinsuðum beðið þar. Ekki samt hægt að gera neitt stórt þar sem hitinn var um 22c alla helgina.
Jæja bestu sólar og sumarkveðjur frá Albert Dams vej 25
Athugasemdir
Hæ hæ
Við áttum frábæra helgi. Vorum vakin af skara af fólki á Laugardagsmorguninn sem valsaði inn í svefnherbergið okkar og vakti okkur af ljúfum blundi. Það var komið að gæsun og steggjun. Grímur var klæddur upp sem tasmaníudjöfull og ég sem cowboy-girl. Við þvældumst um allan daginn með vinunum, ég fékk algjöra prinsessumeðferð en Grímur var tekinn í bakaríið. Við segjum ykkur betur frá þessu þegar þið komið í heimsókn
Bæjó Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.