Föstudagur, 27. apríl 2007
Margrét er 7ára í dag
Já þetta er ekki plat, stelpan mín er 7ára og það þíðir að við hjónin erum bara enn eldri og vitrari.
Ragna bakaði múffur fyrir bekkinn sem Margrét fær að taka með sér í skólan í dag. Hún vaknaði alveg eldhress og spurði svo eftir afmælisgjöfinni sinni frá okkur. Það var sko ekki hægt að bíða þar til í dag eftir skóla. Við gáfum henni Bratz dúkku með gæludýri og svo fékk hún eiturrauða fótbolta skó. Hún var að sjálfsögðu kát með þetta en vildi samt líka aðra dúkku.
Svo verður jú fest á morgunn og spáin er ekki bara að rætast með veðrið heldur verður heitara og betra. Þannig að best er að eiga nóg af sólarvörn fyrir skvísurnar.
Ætli það verði svo ekki slappað af á Sunnudaginn eftir helgina og notað nýja hengirúmið sem ég keypti mér. (rosa flott og gott).
Kveðjur úr góða veðrinu. Familien Albert Dams Vej 25
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Margrét:) Vonandi er dagurinn búin að vera skemmtilegur og góður:)
knús frá Aarhus-genginu
Bylgja Dögg, Sigfús Örn og Rakel Talía (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:04
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Margrét hún á afmæli í dag...húrrrrrrra húrrrrrrra.
Eigðu alveg yndislegan dag og mikið værum við til í að vera að koma í fest til ykkar í sólinni á morgun. Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll þegar þið komið heim, Love.
p.s. við erum búin að opna síðuna og förum að setja inn fullt af myndum
Birta Huld og Ollý (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:17
Hæ hæ,
Til hamingju með afmælið elsku Margrét. Hlökkum til að sjá ykkur bráðlega. Lítið að frétta héðan úr rigningunni og kuldanum, allt gengur bara sinn vanagang og við erum að ganga af göflunum við brúðkaupsundirbúning.
Kær kveðja,
Grímur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:17
I dag er det margréts födselsdag hurra hurra hurra lalalalalalalalalalalal med dejlig chokolade og kage til ;) já ég man ekki alveg lagið, en man smá þó híhí.Tilk hamingju með daginn elsku Margrét, hlökkum til að sjá þig rúsla. Love Fanney og Perla
Fanney (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 08:15
Já innilega til hamingju með afmælið Margrét. Hittumst hressar og kátar á Íslandi í maí....
kveðja Linda og Hulda Rún
Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.