Fotboltafar hja okkur

Ja nú er sko kallinn farinn að taka á því.GetLost Mér fannst ekki hægt að Margrét fengi bara að æfa bolta þannig að ég mætti á “Oldboys” æfingu í fótbolta í gærkveldi. Og en ekki hvað, kallinum tókst að skora úr annarari snertingu. Það er þannig að þeir spila hvern miðvikudag og eru 12-14 í sjálfu liðinu. Svo eru það hinir (ég er með þeim) sem mæta og spila og æfa við hliðina. Við erum svona “varalið” frá 6-12 “strákar” ég er reyndar yngstur því þetta er 32+, en þar sem ég hef ekkert að gera í strákana sem eru 18-31 er betra að mæta með hinum eldri, tímasetning á æfingum er líka betri. 

Margrét mætti á sína aðra æfingu í gær og ég held að eftir smá tíma komi hún til með að taka bræðurmína alla í einu og yfirspila þá. Hún er þvílíkt áhugasöm og finnst þetta skemmtilegt. Skoraði fullt af mörkum í gær og allt.Joyful

Þegar æfinginn er búin borðar hún svo einsog afi sinn á Brautarhóli, og afþví orkan er orðin lítil er svo háttað og farið snemma að sofa þessi kvöld. Sleeping 

Hún er líka ekkert orðin smá spennt fyrir afmælinu sínu. Það er jú á morgun sem “barnið” mitt verður 7ára!!! Maður er ekkert orðin smá gamallWink.Svo eins og ég hef fyrr sagt hérna á bloginu, höldum við uppá það á laugardaginn og þá koma allar skvísurnar í bekknum og verður “rigtigt fest”. Eg ætla ad grilla pylsur í liðið, bjoda uppá köku og þess fyrir utan er ég búin að panta svolítið svona “suprise” fyrir Margréti. 

Jæja bið fyrir bestu kveðjur til allra úr sólinni í DK (aðeins 23c i dag)Cool  Kristinn og Familie  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Margrét og vonandi var gaman í gær.

Kveðja Badda, Haukur og krakkar

Badda (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband