Miðvikudagur, 21. júní 2006
Rólegheita dagar
Jæja nú höfum við mæðgur aðeins verið heima í garðinum og dúllast fleira heima fyrir, það er alltaf gott að vera í ró og næði heima . Við fórum í morgun að hitta kennarann hennar Margrétar og leist okkur rosalega vel á hana, hún mun koma heim til okkar í kaffi og spjall í ágúst. Þetta er allt svo heimilislegt í þessum skóla. Við hittum líka skólastjórann en er óskup yfirvegaður og gaf sér tíma í að spjalla aðeins við Margréti, hann er ekki þessi týpíska skólastjóra týpa hehehe.
Eftir skólaheimsóknina fórum við niður í bæ og feðginin fengu klippingu og eru nú sætari og fínni. Kristinn fékk sér uppáhaldsklippinguna sína eða allt rakað af og eins og vanalega mátti bara aðeins særa hjá Margréti en það er allt í góðu maður verður nú að vera með sítt og fínt hár í skóla eins og hún sjálf orðar það
Nú er Kristinn á kvöldvakt og við mæðgur vorum að koma inn úr 1klst. göngu með bangsa sem var mjög hressandi, en í dag er skýjað og 19c, okkur finnst það eiginlega kallt miðað við hitann í síðustu viku hehehe.
Jæja nú er þetta gott í bili. kv. R.S.H.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.