#1 "Miniferie" (fyrsta smáferðin)

Já núna erum við ný kominn heim úr fyrsta "miniferie" hér í Danaveldi. Við ákváðum að nota helgina vel og skruppum aðeins í skemmtiferð. Þessi ferð var kannski aðeins lengri heldur en tíðkast hér, við skruppum alla leið norður til Blokhus sem er á norðurtanganum (þessum efst á jótlandi).

 Þarna lengst norður á hjara dansks lands fundum við nefnilega skemmtigarð sem okkur fannst upplagt að heimsækja. Þannig að á laugardagseftirmiðdag (17júní, til hamingju með daginn ísland) brunuðum við af stað á díselkagganum okkar. Skottið var fullt af öl, mat og sængum. Við gistum í smábænum Blokhus sem liggur við Vesterhavet. Þar fundum við tjaldstæði sem leigði okkur "Hytte" á viðráðanlegu verði, og við máttum taka Bangsa með okkur. Brosandi Þetta var alveg fín gisting á skemmtulegu svæði. Á laugardagskvöldinu skruppum við niður á strönd til að sýna Bangsa hvernig sjórinn lítur út og sandurinn. Hann var ekkert hrifinn af hvoru tveggja og Rögnu fannst ekkert tilkomumikið að sjá hvað Díselkaggin dreif í sandinum mér til mikillar óánægju. (Fannst hann standa sig alveg þokkalega, ég festi hann að minsta kosti ekki). 

Á sunnudagsmorgunn var vaknað kl 09:00, borðað morgunmat og húsið tæmt, stefnan var sett á Faarupsommerland. Þangað var komið rétt eftir 10:00 og greinilegt að við vorum ekki eina fólkið sem var mætt á mínútinni. Við lentum í heljarröð en það er allt vel skipulagt hjá garðinum þannig að þetta gekk mjög vel fyrir sig. Við örkuðum því að stað frá bílnum og vitiði hvað, HUNDAR eru leyfðir í garðinum. Þannig að Bangsi var voða monntinn að fá að koma með og ekki þurfa að húkka í bílnum. Þetta var rosalega fínn  garður og fullt af tækjum. Við Margrét fórum samt beint í stóra rússíbanan í garðinum og urðum bæði frekar skelkuð. Hann nær 70km hraða og hæðsti punktur er 20m. Ullandi

Við nutum dagsins rosalega vel og prufuðum meirihluta af þeim tækjum sem garðurinn bauð uppá. Í lok dagsins var svo farið í vatnagarðshluta skemmtigarðsins og buslað og rennt sér í fínum rennibrautum.

Svo var motorvejen tekinn heim á öðru hundraðinu (120-130)Svalur (þetta er ekki nema 2tímar frá Silkeborg).

Hérna sitjum við svo og erum kominn heim heil á húfi og búinn að snæða kjuklingafajitas. 

Bestu kveðjur frá öllum hérna í Dalsvinget.     p.s. endilega kvittið í gestabókina eða sendið okkur kveðjur ef þið lesið þetta, okkur finnst alltaf gaman að heyra frá vinum og ættingjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

halló halló kæra fjölskylda, gaman að sjá hvað þið plumið ykkur vel þarna úti, maður dauðöfundar ykkur af sólinni og sandinum, ódýra bjórnum og ekki síst H&M!!!. Héðan úr Laugateig 20 er allt í góðum gír, húsmóðirin orðin löggilt gamalmenni(þrítug) ;)) og fjölskyldufaðirinn að detta inní sumarfrí, ÞKS er rosalega hress, og amma Tóta sagðist hafa fundið hjá henni tennur í kvöld, ath tennur í fleirtölu, hún tekur þetta með stæl þessi litla dúlla. Símon er að reyna að senda Rögnu póst en hann fær hann alltaf tilbaka. 1000 kossar og kveðjur til ykkar allra, það væri gaman að kíkja til ykkar í sumarið, aldrei að vita nema við hoppum yfir spontant!!! xxxxx Hanna Stína, Símon og Þórunn Klara

Hanna Stína (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 23:47

2 identicon

Gaman að þið eruð að kynnast landi og þjóð. Þið eruð nú heppin með veðrið, annað en við á klakanum. Ég er búinn að vera duglegur að slá lóðina í Gvendargeislanum og þrífa litla traktorinn okkar. Annars gengur þetta allt sinn vanagang.

Kv. Auðunn og fjölsk. G-8

Auðunn (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband