Stina Lina er ad fermast i dag

Til Hamingju með daginn Kristín Karolína (Stína Lína)W00t

Já hún litla systir mín er að fermast í dag. Og ég er bara staddur hérna í DK og átti ekki auðvelt með að bara að skreppa svona í Biskupstungurnar. Ég vona bara að þetta verði góður dagur hjá henni og verð bara að gera mér að góðu að ýmynda mér þær kræsingar sem Mamma er líklega búinn að finna til veizlunar. Undecided

Verð einnig að senda afmæliskveðjur til Svanhildar “Ikku frænku” í Bournmouth. En hún átti vízt afmæli á þriðjudag. Wizard Það er samt ekki mikið að frétta hérna í Silkeborg/Aarhus,viby. Bara nóg að gera í vinnunni hjá mér og Ragna hefur einnig mikið að gera í sinni, því margir starfsmennirnir eru “veikir”.Erum samt enn netlaus heima í húsi. Og er ég í meiriháttar slagsmálum við netveituna um að koma þessu í lag. Þeir lofa engu en segja að þetta verði fyrst komið í lag í næstu viku. Held hreinlega að ég hefði átta að velja aftur sama og síðast en hann kostaði samt 30% meira.Angry

Hafið þið það sem allra best og verði ykkur að góðu sem komast í kræsingarnar hennar MömmuSmile

Kveðja Kristinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband