Föstudagur, 16. júní 2006
Fyrsta lestarferðin
Í dag fórum við mæðgur í fyrstu lestarferðina, og var ferðinni heitið inní Arhus. Þetta gekk nú bara allt eins og við hefðum aldrei gert annað.
Fyrsti viðkomustaður í Arhus var Build a Bear búð á lestarstöðinni, en þar er hægt að kaupa allskyns bangsa og hanna hann sjálfur, velja föt o.f.l. aukahluti. Margrét ákvað að nota pening sem hún átti af afmælispeningunum frá ömmu og afa á Brautarhóli, svo hún fékk alveg að stjórna mömmu sinni í þessari búð , var Margrét hin ánægðasta ekki síst þegar hún sá að hún átti afgang af peningnum
Síðan var strikið að sjálfsögðu labbað með viðkomu í H&M og o.f.l. góðum búðum.
Kom svo Kristinn og náði í mæðgurnar sínar eftir vinnu og var þá brunað í BILKA, leist Krissa nú ekki alveg á stærðina á búðinni og ætlaði að elta þá bíla sem voru af fara frá búðinni hehehe, hann slapp nú ekki svo vel, stæði var fundið og allir inn. 2 1/2 klukkustund síðar vorum við aftur komin út í bíl þetta var svolítið stór búð hehe. En engum var meint af nema buddunni hjá Krissa
Jæja bless í bili, ætlum að hvíla lúin bein í kvöld (svona leiðangrar taka nú svolítið á )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.