kærkomnir dropar

Í dag fáum við smá hvíld frá þeirri gulu, en sú hvíld verður stutt eða bara í dag. Nú er smá úði og 17c hiti. Ragna ætlar að nota daginn í að þrífa en það hefur ekki verið hægt vegna hita síðastliðna daga. Hitinn fór í 34c í gær og mæðgurnar toldu aðeins í klukkutíma eða svo utandyra þann daginn, bangsi var líka hálf dasaður vildi ekki einu sinni drekka hann nennti ekki að standa upp. Allir eru nú aðeins ferskari í dag og í morgun fórum við með bangsa til dýralæknisins í sprautu en það gekk mjög vel ,lækninum fannst hann reyndar svolítið grannur en hann fær þá bara stærri matarskammt Brosandi og finnst það ekkert verra.

Okkur fannst nú frekar fyndið að þegar svala vinkona Tótu spurði okkur og Margréti hvort við vildum fá eitthvað frá Íslandi var MYSINGUR með KARMELLU eina sem Margréti fannst vanta í ísskápinn, svona eru nú þessi börn hehehe Glottandi annars er bara allt gott hjá okkur og við erum aðeins að plana viku fríið sem Kristinn fær í júlí, en við ætlum þá að skoða okkur eitthvað um.

Bless í bili . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dögg Hauksdóttir

Hallo Danmerkur farar

Her fengum vid sko enga hvild fra rigningunni. Forum i göngutur i roki og rigningu. Iklaedd pollagalla og med hufu. Stoppudum vid hja Möggu og Bjarti sem eru nu flutt a selfoss. Thau hafa ekki geta flutt husgognin ur bilskurnum i husid vegna vedurs. En vid bidum og vonum...Bestu kvedjur

Dögg Hauksdóttir, 14.6.2006 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband