Miðvikudagur, 11. apríl 2007
SUMAR SUMAR SUMAR OG SÓL :)
já já nú er sko að koma sumar (það segir veðurkallinn allavegana) en í dag er 15c og sól og á bara að hlýna og um helgina á að vera 20-22c og heiðskýrt svo það verður bara slakað á í garðinum og sólað sig og grillað
og borðað úti eins og Margrét er búin að panta
kannski við bjóðum Bylgju og Sigfús og Rakel Talíu og Fríðu bara í grill og tjill (ég held þau komi aftur út á morgun ,eru núna á Íslandi) en allavegana ef þið kæru vinir lesið þetta þá endilega hafið þetta í huga og sláið á þráðinn. Það væri nefnilega ógurlega gaman að ná að hitta Fríðu í þetta sinn
En annars erum við bara að komast í gang eftir páskana , vinna og skóli á fullu. Við erum að fá "nýtt"þak en það var hreinsað í dag og svo verður það málað á næstu dögum (það var frekar gamallt og slitið) og fannst okkur sniðugra að láta hreynsa og mála heldur en að kaupa nýtt þak. Það er 15 ára ábyrgð á vinnunni svo þetta ætti að duga okkur við erum öll hress og kát ég er reyndar búin að vera með kvefskít um páskana en er að lagast held ég.
En nú er nóg komið af pikki í bili bæjó
Athugasemdir
OMG ég væri sko til í þennan hita í dag , hér er sko skítaveður! nú fer að stittast í að þið komið á klakan, hlakka til að sjá ykkur. Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:42
Hæhæ frekar þreytt eftir ferðalagið, En já það væri gaman að koma í heimsókn til ykkar :) Hvað þá að snæða á einhverju dönskum bollum hahaha :) En já Bylgja & co biðja að heilsa :) Við verðum í bandi.. Ætla allan vega fara í smá sólbað á morgun hehehe :)
Kveðja frá Helsingforsgade 15 :)
Fríða (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:14
ohhh hvað þið eruð heppin, hér er ekki skemmtilegt veður
Dögg (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.