Sunnudagur, 11. júní 2006
Annar heitur dagur í Silkeborg.
Dagurinn í dag var enn einn hitadagurinn í röð (komnir 3) þar sem hitin náði 30c og enginn kæling að ráði þannig að yfir morgunverðarborðinu var ákveðið að skella sér á ströndina. Við erum svo heppin að hérna í bænum er nóg af pollum, vatni og Ennþá stærri pollum sem hægt er að baða sig í. Við fórum á ströndina við eitt svona vatn. Við vorum ekki þau einu sem fengum þessa hugdettu og það var ekki þverfótað fyrir dönum sem einnig þurftu á kælingu að halda. Við Margrét fórum og syntum í kölduvatninu og létum svo sólina þerra okkur. Þetta var alveg hreint frábært. Að hafa svona aðstöðu hérna næstum við hliðina á húsinu okkar.
Þegar við komum heim fóru allir í sturtu og svo förum við að borða. Við Ragna erum búinn að fá nóg af sól í dag og sitjum hérna inni, en Margrét er enn úti í sólinni á pallinum fyrir framan húsið okkar og er að baða dúkkurnar sínar.
Athugasemdir
Frábært að heyra af ykkur og gaman að sjá myndir. Þvílík sæla þarna ég samgleðst ykkur svo innilega. Ég mun sko heimsækja síðuna reglulega. Kær kveðja Vilborg frænka Eiríksdóttir og allt hennar lið
Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.