Föstudagur, 6. apríl 2007
VEGGFÓÐRUNIN TÓKST VEL :)
Já nú er búið að veggfóðra 1 og 1/2 vegg í herberginu hennar Margrétar. Þetta tókst vel að lokum, já að lokum segi ég því að þetta byrjaði nú ekki nógu vel vorum orðin frekar pirruð á þessu en svo ákvað ég(Ragna) að slá á þráðinn til Mömmu og Pabba
fékk ég góð ráð þar og allt fór að ganga eins og í sögu
skvísan er ALSÆL með þetta en herbergið verður klárað á morgun svo að nú sefur hún á gólfinu inni hjá okkur. Hún er búin að vera úti að leika það sem af er af pákunum og við bara varla séð hana
liggur við að maður sakni hennar bara. Svo er hún búin að fá leyfi til að gista í húsinu við hliðina á morgun en þar búa þær Freyja sem er jafngömul Margréti og eru þær vinkonur úr skólanum og svo hún Mira sem er 4 ára eru þær allar voða góðar vinkonur og spurðu þær í gær hvort þær mættu gista saman á morgun og ákváðum við bara að leyfa það og ætlum við hjónin þá að kíkja á kaffihus eða eitthvað kósý
hún hefur jú ekki gist hjá neinum síðan á Íslandi fyrir ári síðan og er hún því MJÖG spennt. Bangsi er alsæll að hafa okkur heima og er hann líka úti allan daginn
situr við dyrnar og bíður eftir að komast út í ólina sína svo sytur hann eins og kóngur hér úti á bletti alsæll með lífið
lætur nú aðeins heyra í sér ef einhver kemur OF nálægt húsinu HE HE en það er nú bara öryggi ekki satt ?
Jæja við biðjum að heilsa ykkur í bili og endilega munið að kvitta eftir lesturinn
Athugasemdir
halló halló, ég hef ekki kíkt mikið inná þessa síðu lengi, en gaman af að þið séuð flutt inn og allt gengur vel. hlakkar til að hitta ykkur
Oddur Bj. Bjarnason...
Oddur Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:39
halló halló, ég hef ekki kíkt mikið inná þessa síðu lengi, en gaman af að þið séuð flutt inn og allt gengur vel. hlakkar til að hitta ykkur
Oddur Bj. Bjarnason...
Oddur Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.