Föstudagur, 9. júní 2006
legið í sólbaði
Jæja nú er sko búið að vera gott veður en það hefur verið hlýtt og sól alla vikuna
Í gær og í dag var 25c og glampandi sól Ragna er eins og pabbi sinn í sól eða rauð svo kemur svertinginn í gegn eftir nokkra daga
við keyptum okkur garðhúsgögn í dag og sátum svo í garðinum fram á kvöld(Kristinn svaf og söng fyrir nágrannana
hehe. Það er síðan búið að spá áframhaldandi blíðu út næstu viku eða 28-30c og sól. Við vonum nú að veðrið sé að lagast heima en við höfum heyrt fréttir af rigningu og kulda. Við höfum það öll mjög gott nema bangsi á pínulítið erfitt með að venjast hitanum
en það kemur vonandi fljótt við erum dugleg að gefa honum að drekka. Á morgun verðum við í málningargöllunum en það er málningardagur í götunni allir eiga að mála grindverkin sín að framan, það verður bara gaman líka að hitta nágrannana en við höfum mjög lítið orðið vör við þá(það er svona að vera í endahúsinu mjög gott). Núna liggja feðginin í sófanum og horfa á sjónvarp en bangsi liggur í sínum stól eins og skotinn með lappir upp í loft. Nú er þetta komið gott af pikki í bili ég ætla að fara að hlaða batterýin fyrir málningarvinnuna bless í bili.




Athugasemdir
blessar fín síða kv. din lille bror, Oddur
oddur Bj. Barnason (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 19:26
blessar fín síða kv. din lille bror, Oddur
oddur Bj. Barnason (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 19:26
Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag..ehhehehe betra seint en aldrei. Sorry elskan mín, þú veist hvernig ég er...:O) þykir samt mjög vænt um þig þótt ég gleymi "stundum" afmælisdeginum....
Kveðja Ollabolla....:O)
Ollý Björk (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.